Enski boltinn

Clattenburg klárar tímabilið í Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg. Vísir/Getty
Mark Clattenburg er ekki hættur störfum í ensku úrvalsdeildinni en á dögunum kom fram að hann hafi samþykkt að gerast yfirmaður dómaramála í Sádí-Arabíu.

Clattenburg mun klára að vinna uppsagnarfrestinn sinn og dæmir því út núverandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Hann mun dæma viðureign West Brom og Bournemouth um helgina.

Clattenburg mun bæði dæma í deildinni í Sádí-Arabíu og sinna einnig fræðslustörfum fyrir aðra dómara í landinu. Hann var nýlega valinn besti dómari heims á verðlaunahátíð í Dúbaí.

Líklegt að hann muni dæma fjóra leiki í viðbót þetta tímabilið, eftir því sem fram kemur í grein The Guardian. Þar kemur einnig fram að líklega hafi Clattenburg hafnað enn betra tilboði frá Kína en laun hans í Sádí-Arabíu eru sögð nema hálfri milljón punda á ári, skattfrjálst. Það eru jafnvirði um 68 milljónum króna.

Clattenburg hefur lengi verið í miklum metum í knattspyrnuheiminum en á síðasta ári dæmdi hann úrslitaleik EM, Meistaradeildar Evrópu og ensku bikarkeppninnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×