Bílar

Clarkson, May og Hammond virðast vera búnir að gefast upp á því að finna nafn á nýjan þátt sinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það kom ekki mikið út úr þessum fundi þeirra.
Það kom ekki mikið út úr þessum fundi þeirra. Mynd/Skjáskot
Nýju bílaþættir þríeykisins Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May hjá Amazon Prime eru enn án nafns og þeir félagar liggja nú undir feldi við að finna heppilegt nafn. Það virðist þó alls ekki ganga vel ef marka má meðfylgjandi myndband.

Fyrr í mánuðinum birtu þeir félagar myndskeið þar sem sjá má þá félaga ræða sín á milli misgáfuleg nöfn á þáttinn, án árangurs, enda voru flest nöfnin eintóm vitleysa.

Nú hafa þeir enn á ný birt myndband þar sem þeir kasta á milli sín hugmyndum um nafngift þáttanna. Þeir virðast þó nánast vera búnir að gefast upp enda snýst myndskeiðið meira um að skoða bíla og gleraugu á netinu, fremur en að ákveða nafn þáttanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×