Enski boltinn

CIty vill kaupa Sterling í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling í leik með Liverpool.
Sterling í leik með Liverpool. vísir/getty
Manchester City hefur áhuga á að kaupa Raheem Sterling, framherja Liverpool, verði hann til sölu í sumar. Þetta herma heimildir Sky Sports fréttastofunar.

City hefur ekki lagt fram tilboð á borðið fyrir þennan tvítuga framherja sem á þó enn eftir tvö ár af samningi sínum hjá Liverpool, en Pilturinn hefur verið mikið í umræðunni undanfarið.

Umboðsmaður Sterling hefur talað reglulega um að honum langi burt, en Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði á föstudag að hann myndi búast við því að Sterling yrði áfram í Bítlaborginni.

„Raheem á tvö ár eftir af samningi sínum og ég býst við því að hann spili með okkur út þessi tvö tímabil og haldi áfram að hegða sér jafn óaðfinnanlega og hann hefur gert frá því að hann kom til félagins," sagði Rodgers.

„Ég hef ekki orðið var við það að Raheem sé óánægður. Hann er ungur maður sem hefur bætt sig ótrúlega mikið á síðustu þremur tímabilum. Ég vona að hann haldi því áfram.”

Sterling, sem er fæddur á Jamaíka, hefur skorað átján mörk í 91 leik fyrir Liverpool, en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Liverpool í ágústmánuði 2012.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×