Enski boltinn

City vill fimmta Brassann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Halter á HM U17 síðasta sumar.
Halter á HM U17 síðasta sumar. vísir/afp
Varnarmaðurinn Lucas Halter er undir smásjá Englandsmeistara Manchester City en Sky Sports fréttaveitan greinir frá þessu.

Halter er einungis sautján ára gamall en mörg stærstu lið Evrópu vilja klófesta þennan efnilega varnarmann sem spilar með Atletico Paranaense í heimalandinu.

Halter var hluti af liði Brasilíu sem endaði í þriðja sætinu á HM U17 ára og yngri en liðið var slegið út af Englandi í undanúrslitunum.

Gangi Halter til liðs við Man. City verður hann ekki eini Brassinn þar því fyrir hjá félaginu er fjórir Brassar. Ederson, Gabriel Jesus, Fernandinho og Danilo urðu meistarar með liðinu á núverandi leiktíð.

City hefur einnig gefið það út að John Stones muni ekki yfirgefa félagið í sumar eins og fjölmiðlar vildu meina en hann er sagður vera í plönum stjórans, Pep Guardiola, fyrir næstu leiktíð þar sem City hyggst reyna verja titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×