Enski boltinn

City sleppur við sekt þrátt fyrir innrás stuðningsmanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn City ánægðir á sunnudag.
Stuðningsmenn City ánægðir á sunnudag. vísir/afp
Ensku meistararnir í Manchester City verða ekki sektaðir þrátt fyrir að þúsundir stuðningsmanna ruddust inn á völlinn eftir leik liðsins á sunnudaginn.

City varð meistari síðasta sunnudag þrátt fyrir að vera ekki að spila þann daginn. Grannarnir í Man. Utd töpuðu þá fyrir WBA og City varð sófameistari.

Leikurinn á sunnudag varð því fyrsti leikurinn eftir að liðið varð Englandsmeistari þetta tímabilið og eftir leikinn ruddust fleiri þúsundir stuðningsmanna inn á völlinn.

Enska knattspyrnusambandið fundaði í gær og ákvað að City myndi ekki vera refsað fyrir athæfið. Þeir sluppu vel þar því ekki urðu nein vandræði á vellinum.

Blaðamaðurinn Sam Lee, sem skrifar fyrir Goal, setti afar skemmtilegt myndband eftir leikinn þar sem stuðningsmenn City voru inni á vellinum að syngja lagið um Kolo Toure og bróðir hans Yaya.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×