Enski boltinn

City lagði Swansea þrátt fyrir að lenda undir | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jovetic jafnar metin fyrir City
Jovetic jafnar metin fyrir City vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City lögðu Swansea 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Staðan í hálfleik var 1-1.

Wilfried Bony kom Swansea yfir strax á níundu mínútu en tíu mínútum síðar hafði Stevan Jovetic jafnað metin og staðan í hálfleik 1-1.

Swansea byrjaði leikinn vel en Manchester City var mikið sterkari aðilinn eftir að liðið jafnaði og tryggði Yaya Toure liðinu verðskuldaðan sigur með laglegu marki á 62. mínútu.

Gylfi Sigurðsson var að vanda í byrjunarliði Swansea en var skipt af leikvelli á 79. mínútu.

City er enn í þriðja sæti með 24 stig, átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Swansea er í sjötta sæti með 18 stig.

Bony kemur Swansea yfir: Jovetic jafna fyrir City: Yaya Toure kemur City yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×