Fótbolti

City hafði sigur eftir maraþonvítakeppni | Sjáðu mörkin og vítakeppnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kelechi Iheanacho reynir skot að marki Dortmund.
Kelechi Iheanacho reynir skot að marki Dortmund. vísir/getty
Manchester City bar sigurorð af Borussia Dortmund á International Champions Cup í Schenzen í Kína í dag.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Eftir fyrstu fimm spyrnurnar var staðan jöfn, 4-4, og eftir tvær umferðir í bráðabana var staðan áfram jöfn, 6-6. Í þriðju umferð bráðabana skoraði Angelino fyrir City en Mikel Merino lét Angus Gunn verja frá sér og enska liðið fagnaði því sigri.

Bæði lið notuðu fjölmarga leikmenn í leiknum í dag. Aðeins tveir leikmenn Dortmund spiluðu allan leikinn og Fernandinho var sá eini hjá City sem lék allar 90 mínúturnar.

Sergio Agüero kom City yfir á 79. mínútu eftir sendingu frá David Silva en þeir komu báðir inn á sem varamenn í hálfleik.

Allt benti til að mark Argentínumannsins myndi duga City til sigurs en bandaríska ungstirnið Christian Pulisic var ekki á sama máli og jafnaði metin á sjöttu mínútu í uppbótartíma.

Man City 1-1 Dortmund Vítakeppnin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×