Enski boltinn

Cissé viðurkennir að hafa hrækt á Evans og fer í sjö leikja bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Papiss Cissé, framherji Newcastle, hefur verið úrskurðaður í sjö leikja bann fyrir að hrækja á Jonny Evans, miðvörð Manchester United, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Cissé og Evans tókust á í fyrri hálfleik sem varð til þess að báðir féllu til harðar. Þegar Cissé stóð upp hrækti hann í áttina að Evans og svo virðist sem Evans geri það sama.

Báðir voru kærðir af enska knattspyrnusambandinu í dag og áttu yfir höfði sér sex leikja bann. Þar sem Cissé fór í bann fyrr á leiktíðinni fyrir að gefa Seamus Coleman, leikmanni Everton, olnbogaskot bætist við einn leikur hjá honum.

Jonny Evans gaf út yfirlýsingu í dag þar sem hann segist saklaus. Hann segist ekki eiga orð yfir umfjöllun fjölmiðla því hann hafi svo sannarlega ekki hrækt á Cissé. Takist málsvörn Evans ekki fer hann í sex leikja bann.

Cissé missir af leikjum gegn Everton, Arsenal, Sunderland, Liverpool, Tottenham, Swansea og Leicester.


Tengdar fréttir

Jonás: Mun aldrei gleyma móttökunum | Myndir

Argentínumaðurinn Jonás Gutiérrez sneri aftur á fótboltavöllinn í gær þegar Newcastle United tapaði fyrir Manchester United með einu marki gegn engu á St James' Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×