Innlent

Cintamani-flíkur í trássi við lög

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Cintamani flíkurnar eru oft á tíðum litríkar. Nokkrar tegundir af barnaflíkum hafa nú verið innkallaðar.
Cintamani flíkurnar eru oft á tíðum litríkar. Nokkrar tegundir af barnaflíkum hafa nú verið innkallaðar. Vísir/Andri Marinó
Bönd í fjórum barnaflíkum frá Cintamani samræmast ekki lögum um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Því hafa flíkurnar verið innkallaðar.

Bönd í hálsmáli barna undir sjö ára aldri eru ekki leyfileg og bönd í hálsmáli á fötum barna á 7-14 ára eru leyfileg innan ákveðinna marka. Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa slíkan barnafatnað frá Cintamani til að snúa sér til verslunarinnar. Þar verða böndin tekin úr, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×