Erlent

CIA heldur upp á fimm ára afmæli dauða Osama Bin Laden á undarlegan hátt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Á meðan á aðgerðinni stóð fylgdust Barack Obama og Hillary Clinton með.
Á meðan á aðgerðinni stóð fylgdust Barack Obama og Hillary Clinton með. Vísir/Getty
Þann 1. maí 2011 var Osama Bin-Laden drepinn af sérsveitarmönnum Bandaríkjanna í háleynilegri aðgerð sem undirbúin var mánuðum saman. Í tilefni fimm ára afmælis dauða hins fallna hryðjuverkaleiðtoga ákvað Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, að minnast þess með því að live-tísta aðgerðinni eins og hún fór fram.

Osama Bin Laden var leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída og var efstur á lista Bandaríkjanna yfir eftirlýsta glæpamenn í áratug, eða allt frá árásunum á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Bandarísk yfirvöld höfðu lengi leitað að felustað Bin Laden. Í ágúst mánuði árið 2010 komust yfirvöld á snoðir um að hann væri í felum í höll skammt utan við Islamabad, höfuðborg Pakistans.

Aðgerðin var skipulögð mánuðum saman og að lokum lét fámennur hópur bandarískra sérsveitarmanna til skarar skríða þann 1. maí 2011 og drápu Bin Laden í því sem kallað var Operation Bin Laden eða Aðgerð Bin Laden

CIA minntist aðgerðarinnar með því að tísta nokkrum lykilupplýsingum svo sem upplýsingum um húsið sem Osama Bin Laden dvaldi í. Skömmu seinna birtist þetta tíst.

Þegar þessi frétt er skrifuð er CIA enn að tísta um aðgerðina. Sjá má nýjustu tístin í kassanum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Banamaður Bin Laden kemur fram opinberlega

Robert O'Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann í áhlaupi Bandaríkjahers í Pakistan 2. maí 2011.

Auðæfi Bin Ladens námu fjórum milljörðum króna

Stjórnvöld í Bandaríkjunum gerðu fjölmörg einkaskjöl Osama Bin Ladens, fyrrverandi leiðtoga Al-Kaída hryðjuverkasamtakanna, opinber í gær. Meðal skjalanna var erfðaskrá Bin Ladens en þar kemur fram að hann átti 29 milljónir Bandaríkjadala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×