Lífið

Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni

Bjarki Ármannsson skrifar
Sögufræga rappsveitin Public Enemy er á leið hingað til lands og spilar á tónlistarhátíðinni ATP í Reykjanesbæ á fimmtudag. Í tilefni þess hefur örstutt myndband verið birt á YouTube-síðu hátíðarinnar þar sem Chuck D, helsti rappari sveitarinnar, spreytir sig á okkar ylhýra tungumáli.

„Við erum að koma, þú ert að koma,“ segir Chuck D, nokkuð skýrt og greinilega. „Helvítis fokking fokk.“

Þess má geta að þessi heimsfrægi rappari hefur áður talað inn á upptöku fyrir Íslendinga, en hann talaði inn á fyrstu plötu xxx Rottweiler hunda árið 2001 og sagðist þar vera vinur sveitarinnar.


Tengdar fréttir

ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár.

60% kaupenda útlendingar

Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×