Erlent

Christie vill verða forsetaframbjóðandi Repúblikana

Atli Ísleifsson skrifar
Chris Christie tók við embætti ríkisstjóra árið 2010.
Chris Christie tók við embætti ríkisstjóra árið 2010. Vísir/AFP
Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey, hefur tilkynnt um framboð sitt til að verða frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári.

Í frétt CNN kemur fram að Christie hafi tilkynnt um framboðið á fundi í Livingston skólanum í New Jersey, þar sem hann stundaði sjálfur nám á sínum yngri árum.

Christie, semtók við embætti ríkisstjóra New Jersey árið 2010, sagðist nú vera „reiðubúinn að berjast fyrir bandarísku þjóðina.“

Christie er sá fjórtándi til að sækjast eftir að að verða frambjóðandi Repúblikana en nú þegar hafa meðal annara þau Ben Carson, Ted Cruz, Carly Fiorina, Mike Huckabee, Rand Paul, Jeb Bush, Marco Rubio og Rick Santorum tilkynnt um framboð.


Tengdar fréttir

Huckabee býður sig aftur fram til forseta

Mike Huckabee, fyrrum ríkisstjóri Arkansas, tilkynnti í dag að hann bjóði sig fram til að verða frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári.

Rand Paul býður sig fram til forseta

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn vill verða frambjóðandi Repúblikana í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári.

Marco Rubio vill verða forseti

Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×