Innlent

Christians enn leitað „af og til“

Bjarki Ármannsson skrifar
Síðast sást til Christians Markus yfirgefa hótelið í Breiðuvík í Vesturbyggð þann 18. september.
Síðast sást til Christians Markus yfirgefa hótelið í Breiðuvík í Vesturbyggð þann 18. september.
Leit að þýska ferðamanninum Christian Mathias Markus, sem sást síðast yfirgefa hótelið Breiðuvík í Vesturbyggð þann 18. september, stendur enn yfir. Að sögn Hlyns Snorrasonar yfirlögregluþjóns er rannsókn mannshvarfsins ekki lokað þó hún hafi ekki borið árangur til þessa.

„Menn bara halda áfram að grennslast,“ segir Hlynur. „Það er búið að leita á landi og í fjörum þannig að leitin er nú í því formi að menn ganga fjörur af og til. Það fer svona eftir veðri og því hvort björgunarsveitir hafi tök á hvenær leitað er.“

Fjölskylda Christians hafði samband við lögreglu tveimur dögum eftir að síðast sást til hans. Þrátt fyrir nákvæma og yfirgripsmikla leit lögreglu og björgunarsveita hefur ekkert fundist utan bifreiðar hans, sem fannst mannlaus á bílastæðinu við Látrabjarg. Ekki er búið að ákveða hversu lengi til viðbótar verði leitað.


Tengdar fréttir

Afhenti lögreglu vegabréf þýska ferðamannsins

Ekkert hefur enn spurst til þýska ferðamannsins, sem síðast sást í Breiðuvík á Vestfjörðum fyrir rúmri viku. Ekki var hægt að leita á svæðinu í gær vegna óveðurs og veður er enn vont fyrir vestan þannig að enn er allt óvíst með leit í dag.

Leit að hefjast á ný að þýska ferðamanninum

Leit hefst aftur í birtingu að þrítugum þýskum ferðamanni á Látrabjargi á Vestfjörðum og þar í kring, en síðast sást til hans á fimmtudag, þegar hann fór frá Hótelinu í Breiðuvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×