Fótbolti

Chicharito viðbeinsbrotinn og verður ekki með í Gullbikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Javier Hernández verður ekki með.
Javier Hernández verður ekki með. vísir/getty
Lífið leikur ekki við mexíkóska framherjann Javier Hernández þessa dagana, en síðasta ár fer seint í sögubækurnar hjá honum.

Þessi öflugi 27 ára gamli framherji var lánaður frá Manchester United til Real Madrid á síðustu leiktíð þar sem hann fékk lítið sem ekkert að spila.

Framtíð hans hjá United er í óvissu og nú er ljóst að hann verður ekki einu sinni með Mexíkó í Gullbikarnum.

Chicharito viðbeinsbrotnaði í vináttuleik gegn Hondrúas í nótt sem var síðasti leikur Mexíkó fyrir keppnina.

Framherjinn hljóp út að hliðarlínu í baráttu um boltann við Brayan Beckeles, en Hondúrasinn ýtti honum til jarðar með þeim afleiðingum að Hernández viðbeinsbrotnaði.

Þetta er mikið áfall fyrir Hernández og ekki síður mexíkóska landsliðið, en hann er næst markahæsti leikmaður liðsins í sögu þess með 40 mörk í 74 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×