Chicharito tapađi veđmáli og varđ ađ raka af sér háriđ

 
Fótbolti
17:30 14. MARS 2017
Chicharito kann ágćtlega viđ hárleysiđ.
Chicharito kann ágćtlega viđ hárleysiđ. MYND/INSTAGRAM

Endurkoma New England Patriots í Super Bowl hefur komið illa við marga og þar á meðal mexíkóska framherjann Javier „Chicharito“ Hernandez.

Hann veðjaði við starfsmann ESPN, Sergio Dipp, um að Atlanta Falcons myndi vinna leikinn en ótrúleg endurkoma Tom Brady og félaga sá til þess að hann tapaði veðmálinu.

Hann varð því að raka allt hárið af sér og hafði nú bara gaman af því eins og sjá má hér að neðan.

Það var nú ekki miklu hári að tapa þar sem hann er iðulega snoðaður en nú er hárið allt farið.

Chicharito sagði að menn frá hans heimasvæði stæðu alltaf við orð sín.


@sergioadippw Jalisco no te rajes... pagando la apuesta...

A post shared by Javier "Chicharito" Hernandez (@ch14_instagram) on


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Chicharito tapađi veđmáli og varđ ađ raka af sér háriđ
Fara efst