Lífið

Chewbacca-konan sprengdi skalann: 130 milljónir hafa horft á hana ærast af gleði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Candace Payne er sátt.
Candace Payne er sátt. vísir
Myndbandið af Candace Payne ærast af gleði þegar hún setti upp Chewbacca grímu er orðið langvinsælasta myndband í sögu Facebook sem sýnt var í beinni útsendingu.

Þegar þetta er skrifað hafa 130 milljónir manns horft myndbandið frægan en aðeins eru tveir dagar síðan hún setti það inn.

Candace setti upp grímuna í beinni útsendingu með hjálp Facebook Live en hver sem er getur sent út í beinni. Myndbandið hefur algjörlega sprent skalann en vinsælasta Facebook Live myndbandið áður en að Candace gladdi heiminn var af tveimur starfsmönnum Buzzfeed reyna að sprengja vatnsmelónu með teygjum en það myndband má sjá hér að neðan.

Candace var algjörlega óþekkt áður en að myndbandið braut internetið og nú er hún komin með hundruði þúsunda fylgjendur á Facebook.

Í samtali við Buzzfeed sagði Candace að hún tryði einfaldlega ekki viðbrögðunum sem myndbandið hefur fengið.

„Það er eins og einhver hafði tekið upp reiknivél eins og þegar maður var krakki og byrjað að leggja saman tölur á fullu. Á endanum endar maður með tölu sem er svo há að maður veit ekkert hvað hún þýðir,“ sagði Candace, nýjasta stjarna internetsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×