Enski boltinn

Chelsea vill fá Begovic til að fylla skarð Cech

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chelsea lagði fram kauptilboð í bosníska markvörðinn Asmir Begovic í dag, að því er fram kemur í frétt Telegraph.

Begovic, sem hefur leikið með Stoke undanfarin ár, er ætlað að fylla skarð Petr Cech sem Chelsea seldi til Arsenal í dag.

Sjá einnig: Cech genginn í raðir Arsenal.

Stoke hafnaði fyrsta tilboði Chelsea í Begovic en félagið bíður eftir betra tilboði frá Englandsmeisturunum.

Búist er við því að Chelsea hækki kauptilboð sitt en félagið vonast til að klára félagaskiptin innan tveggja daga.

Talið er að Begovic, sem er 28 ára, fái helmingi hærri laun hjá Chelsea en hjá Stoke, þótt hans bíði væntanlega vera á varamannabekknum hjá Lundúnaliðinu. Thibaut Courtois var fyrsti markmaður liðsins á síðasta tímabili og verður það að öllum líkindum áfram.

Begovic á aðeins ár eftir af samningi sínum við Stoke en hann kom til félagsins frá Portsmouth fyrir fimm árum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×