Enski boltinn

Chelsea þurfti vítaspyrnukeppni til að slá út Norwich

Anton Ingi Leifsson skrifar
Michy var á skotskónum í kvöld.
Michy var á skotskónum í kvöld.
Chelsea þurfti vítaspyrnukeppni til þess að slá Norwich út úr þriðju umferð enska bikarsins. Þetta var endurtekinn leikur, en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Chelsea því komið í fjórðu umferðina.

Michy Batshuayi kom Chelsea yfir á 55. mínútu, en það var á síðustu mínútur uppbótartíma þegar Jamal Lewis jafnaði metin og því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni fengu tveir leikmenn Chelssea rauða spjaldið, en þeim Pedro og Alvaro Morata var hent í sturtu. Ekkert mark var skorað í framlengingunni svo úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

Í henni reyndist Willy Caballero hetjan, en hann varði víti frá Nelson Oliveira.

Wigan gerði sér lítið fyrir og henti úrvalsdeildarliði Bournemouth úr keppni, en lokatölur urðu 3-0. C-deildarlið Wigan gerði út um leikinn í síðari hálfleik.

Swansea lenti í smá vandræðum gegn Wolves á heimavelli, en náði að endingu að tryggja sér sæti í næstu umferð. Wilfried Bony skoraði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Búið er að draga í næstu umferð. Swansea spilar gegn Notts County, Wigan spilar við West Heima og Chelsea fær Newcastle heim. Leikirnir fara fram helgina 27.-28. janúar.

Úrslit og markaskorar:

Chelsea - Norwich 6-4 (eftir vítaspyrnukeppni)

1-0 Michy Batshuayi (55.), 1-1 Jamal Lewis (90.).  
Vítaspyrnukeppni: 5-3

Wigan - Bournemouth 3-0

1-0 Sam Monsy (9.), 2-0 Daniel Burn (73.), 3-0 Callum Elder (76.).

Swansea City - Wolves 2-1

1-0 Jordan Ayew (11.), 1-1 Diogo Jota (66.), 2-1 Wilfried Bony (69.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×