Enski boltinn

Chelsea og Swansea með fullt hús | Sjáið öll mörkin í dag

Sex leikir voru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og ellefu mörk skoruð. Chelsea og Swansea unnu aðra umferðina í röð.

Chelsea hefur farið vel af stað og unnið báða leiki sína til þessa. Diego Costa skoraði aðra umferðina í röð og Eden Hazard er kominn á blað á tímabilinu.

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark aðra umferðina í röð og dugði það mark til að Swansea vann aftur sigur og er á toppnum með Chelsea.

Á Goodison Park var boðið upp á fyrirtaks dramatík og fjögur mörk þegar Everton og Arsenal skildu jöfn 2-2.

Einnig voru skoruð fjögur mörk þegar West Ham United gerði góða ferð á Selhurst Park og vann 3-1 sigur á Crystal Palace.

Ekkert var skorað í leikjum Aston Villa og Newcastle og Southampton og West Brom en öll mörk dagsins má sjá í meðfylgjandi myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×