Enski boltinn

Chelsea með átta stiga forystu á toppnum | Sjáðu mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Chelsea lagði Hull 2-0 í síðasta leik 22. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á heimavelli í kvöld.

Ryan Mason miðjumaður Hull fór meiddur af leikvelli eftir höfuðhögg á 21. mínútu. Hann hafði þá legið á jörðinni meðan hugað var að honum í þó nokkurn tíma og fyrir vikið var 9 mínútum bætt við fyrri hálfleik.

Þann tíma nýtti Chelsea til að skora fyrsta markið því Diego Costa kom liðinu yfir með góðu skoti úr teignum á sjöundu mínútu uppbótartíma.

Níu mínútum fyrir leikslok bætti Gary Cahil öðru marki við og þar við sat.

Chelsea er í efsta sæti deildarinnar með 55 stig eftir 22 umferðir. Liðið er með átta stigum meira en Arsenal en Hull er í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×