Enski boltinn

Chelsea enskur meistari | Sjáðu markið sem tryggði titilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea gat leyft sér að fagna í dag.
Chelsea gat leyft sér að fagna í dag. Vísir/Getty
Chelsea varð í dag enskur deildarmeistari eftir sigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins, en Eden Hazard gerði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Eina markið kom undir blálok fyrri hálfleiks. Eden Hazard fiskaði vítaspyrnu og steig sjálfur á punktinn. Julian Speroni varði hins vegar frá Hazard, en Belginn náði sjálfur frákastinu og skallaði boltann í netið.

Staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var afar tíðindalítill og vægast sagt leiðinlegur, en loaktölur urðu 1-0 sigur Chelsea. Fyrsti deildarmeistaratitill Chelsea síðan tímabilið 2009-2010.

Þetta er fimmti deildarmeistaratitill Chelsea og sá fjórði síðan tímabilið 2004-2005. Enn eru þrír leikir eftir af tímabilinu, en Chelsea á eftir að mæta Liverpool, WBA og Sunderland.

Eden Hazard 1-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×