FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Chelsea búinn ađ ná samkomulagi viđ Pato

 
Enski boltinn
13:00 20. JANÚAR 2016
Chelsea búinn ađ ná samkomulagi viđ Pato
VÍSIR/GETTY

ESPN í Brasilíu fullyrðir að munnlegt samkomulag sé í höfn á milli Chelsea og brasilíska sóknarmannsins Alexandre Pato.

Pato hefur verið orðaður við Liverpool og Chelsea að undanförnu en Jürgen Klopp, stjóri fyrrnefnda liðsins, gaf í skyn á dögunum að félagið hefði ekki á kappanum.

Sjá einnig: Pato er ekki að koma til Liverpool

Fulltrúar Pato munu hafa átt í stífum samningaviðræðum við forráðamenn Chelsea síðustu daga og vikur og mun nú samkomulag vera í höfn ef marka má fréttirnar frá Brasilíu.

Talið er að Chelsea greiði fyrir hann um níu milljónir punda og að Pato, sem er 26 ára gamall, skrifi undir þriggja ára samning. Pato lék með AC Milan frá 2007 til 2012 en fór til Corinthians í heimalandinu árið 2013.

Pato var þó lánaður til Sao Paulo árið 2014 og hefur síðan þá spilað 61 leik fyrir félagið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Chelsea búinn ađ ná samkomulagi viđ Pato
Fara efst