Enski boltinn

Chelsea hefur samband við Juventus vegna Higuaín

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Þarf Gonzalo Higuaín að víkja fyrir Ronaldo?
Þarf Gonzalo Higuaín að víkja fyrir Ronaldo? vísir/getty
Chelsea er búið að hafa samband við Ítalíumeistara Juventus um möguleg kaup á argentínska framherjanum Gonzalo Higuaín, samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu.

Juventus gekk frá 105 milljóna punda kaupum á Cristiano Ronaldo á dögunum og þarf því að losa einhverja leikmenn vegna fjármálareglna FIFA (e. Financial Fair Play).

Fyrir utan reglurnar telja sparspekingar á Ítalíu óhugsandi að Juventus verði bæði með Ronaldo og Higuaín í liðinu þar sem að þeir telja að ekki sé hægt að gera framherjapar úr þeim.

Mariizio Sarri, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, vann með Higuaín hjá Napoli og er sagður spenntur fyrir því að fá framherjann þrítuga til Lundúna.

Argentínski landsliðsmaðurinn skoraði 23 mörk í 50 leikjum á síðustu leiktíð en hann er búinn að skora 55 mörk í 105 leikjum síðan að Juventus keypti hann fyrir 75 milljónir punda fyrir þremur árum síðan.

Samkvæmt Sky á Ítalíu er Chelsea einnig á höttunum eftir varnarmanninum Daniele Rugani en það er annar leikmaður sem að Sarri vann með þegar að hann var þjálfari Empoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×