Erlent

Charlie Hebdo fordæmt vegna skopmynda af Aylan Kurdi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vika er síðan Frakkar minntust þess að ár var liðið frá því að tveir vopnaðir menn réðust inn á skrifstofur tímaritsins og skutu ellefu til bana. Alls létust sautján í árásunum 7. janúar 2015.
Vika er síðan Frakkar minntust þess að ár var liðið frá því að tveir vopnaðir menn réðust inn á skrifstofur tímaritsins og skutu ellefu til bana. Alls létust sautján í árásunum 7. janúar 2015. vísir/afp
Franska satírutímaritið Charlie Hebdo hefur verið fordæmt víða um heim vegna skopmyndar sem birtist í blaðinu í dag. Um er að ræða mynd af árásarmönnunum í Köln í Þýskalandi og Aylan Kurdi, þriggja ára dreng sem drukknaði á flótta frá Sýrlandi. Yfirskrift myndarinnar er: „Hefði Aylan litli orðið svona hefði hann lifað?“

Myndirnar vísa til atburðanna á dómkirkjutorginu í Köln á nýársnótt þegar hópur manna réðist á yfir eitt hundrað konur á torginu. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmennirnir hafi flestir verið flóttamenn frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum.

Samfélagsmiðlar hafa logað vegna málsins. Myndirnar eru sagðar „ógeðfelldar“ og „óviðeigandi“ ásamt því sem tímaritið er sakað um kynþáttahatur.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem tímaritið er fordæmt. Stjórnvöld í Rússlandi hafa gert það í tvígang, í mars síðastliðnum þegar skopmynd birtist af stríðinu í Úkraínu og aftur í nóvember þegar myndir birtust af flugslysinu á Sinæ-skaga þegar 224 fórust.

Vika er síðan Frakkar minntust þess að ár var liðið frá því að tveir vopnaðir menn réðust inn á skrifstofur tímaritsins og skutu ellefu til bana. Alls létust sautján í árásunum 7. janúar 2015.


Tengdar fréttir

Þúsundir minntust látinna

Fjölmargir söfnuðust saman á strætum Parísarborgar í Frakklandi í gær til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása ársins 2015, jafnt árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo sem og árásanna í nóvember síðastliðnum.

Rússar fordæma skopmyndir í Charlie Hebdo

Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×