Enski boltinn

Champions Cup hefst í kvöld

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Liverpool og Roma í gær.
Úr leik Liverpool og Roma í gær. Vísir/Getty
Mörg af stærstu knattspyrnuliðum heims mætast á næstu dögum á International Champions Cup æfingarmótinu sem fer fram á völlum víðsvegar um Bandaríkin og í Toronto í Kanada.

Liverpool, Manchester City, Manchester United, Inter, Roma, AC Milan, Olympiacos og Real Madrid eru liðin sem taka þátt að þessu sinni. Á milli sín hafa liðin unnið 28 sinnum

Meistaradeildina.

Búast má við skemmtilegum leikjum í mótinu en meðal annars má nefna endurtekningu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 og 2007 þegar Liverpool mætir AC Milan og hvernig lærisveinum Louis Van Gaal gengur að stöðva stjörnur Real Madrid.

Fimmtudag, 24. júlí:  

AC Milan – Olympiacos kl. 23:50

Laugardag, 26. júlí:  

Roma – Manchester United. Kl. 19:55

Inter – Real Madrid kl. 22:00

Sunnudag, 27. júlí:  

Manchester City – AC Milan kl. 19:50

Liverpool – Olympiacos kl. 22:00

Þriðjudag, 28. júlí:  

Inter – Manchester United Kl. 23:00

Roma – Real Madrid kl. 01:05

Miðvikudag, 30. júlí:  

Manchester City– Liverpool kl. 23:00

Laugardag, 2. ágúst:  

Roma – Inter kl. 17:00

Manchester City – Olympiacos kl. 19:00

Real Madrid – Manchester United Kl. 20:00

Liverpool – AC Milan kl. 22:30.

Úrslitaleikurinn verður mánudaginn, 4. ágúst kl. 23:50

Stöð 2 Sport 2 sýnir beint frá öllum leikjum mótsins í leiftrandi háskerpu. Þú getur nálgast áskrift á www.365.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×