Enski boltinn

Chambers til Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Calum Chambers í búningi Arsenal.
Calum Chambers í búningi Arsenal. Vísir/Getty
Arsenal hefur fest kaup á enska bakverðinum Calum Chambers frá Southampton. Kaupverðið er 16 milljónir punda.

Chambers er fjórði leikmaðurinn sem Arsene Wenger fær til sín í sumar, á eftir Alexis Sanchez, Mathieu Debuchy og markverðinum David Ospina.

Chambers, sem er 19 ára gamall, er enn einn leikmaðurinn sem fer frá Southampton í sumar, en auk hans hafa Rickie Lambert, Adam Lallana, Luke Shaw og Dejan Lovren yfirgefið félagið.

Chambers lék 21 leik fyrir Southampton á síðustu leiktíð.


Tengdar fréttir

Chambers á leið til Arsenal

Calum Chambers, varnarmaður Southampton, er á leið til Arsenal samkvæmt heimildum Sky Sports.

Debuchy á leið til Arsenal

Franski landsliðsbakvörðurinn Mathieu Debuchy er að ganga í raðir Arsenal frá Newcastle, en þetta staðfesti hann í viðtali við franska sjónvarpsstöð.

Debuchy genginn til liðs við Arsenal

Arsenal gekk frá kaupunum á franska bakverðinum Mathieu Debuchy frá Newcastle rétt í þessu en honum er ætlað að fylla í skarð Bacary Sagna.

Wilshere biðst afsökunar

Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, hefur beðist afsökunar á athæfi sínu í Las Vegas þar sem enski landsliðsmaðurinn var í fríi í sumar.hefur beðist afsökunar á athæfi sínu í Las Vegas þar sem enski landsliðsmaðurinn var í fríi í sumar.

Arsenal lagði fram tilboð í Khedira

Spænski miðillinn AS fullyrðir í dag að Arsenal hafi lagt fram tilboð í Sami Khedira, leikmann Real Madrid og þýska landsliðsins.

Ospina til Arsenal

David Ospina, markvörður Nice, er á leð til Arsenal, en þetta staðfesti Nice nú undir kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×