Viðskipti erlent

CES 2017: Samsung og Google svara Apple og MIcrosoft

Samúel Karl ólason skrifar
Tölvan er með 12,3 tommu LED skjá, 4GB vinnsluminni og 32GB geymslupláss.
Tölvan er með 12,3 tommu LED skjá, 4GB vinnsluminni og 32GB geymslupláss.
Samsung kynnti nýju Chromebook tölvuna á CES ráðstefnunni í Las Vegas sem ætlað er að vera svar við bæði iPad Apple og Surface Pro frá Microsoft. Um er að ræða blending sem í raun er bæði fartölva og spjaldtölva. Cromebook er framleidd af bæði Samsung og Google og notast við Android smáforrit.

Tölvan er með 12,3 tommu LED skjá, 4GB vinnsluminni og 32GB geymslupláss. Hún er rúmt kíló að þyngd og rúmu sentímetri að þykkt. Þá fylgir penni með tölvunni sem nota má til að skrifa á skjáinn. Rafhlöðuending tölvunnar er sögð vera um átta klukkustundir.

Samkvæmt umfjöllun Verge verður tölvan sett á markaði í næsta mánuði og mun hún kosta 449 dollara, en dýrari útgáfa með betri örgjöva mun koma í sölu seinna á árinu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×