Viðskipti innlent

CCP tapar 2,7 milljörðum króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.
Tap tölvuleikjaframleiðandans CCP eftir skatta nam 22,8 milljónum Bandaríkjadala á fyrri helmingi ársins, eða 2690 milljónum króna. Hagnaður í fyrra nam 318 þúsund dölum eða 37 milljónum króna.

Tekjur fyrstu sex mánuði ársins námu 36,5 milljónum Bandaríkjadala, samanber 36,7 milljónir dala á sama tímabil  ársins 2013. Félagið skilaði 4,5 milljónum dala í EBITDA hagnað á fyrstu sex mánuðum ársins sem er lækkun úr 8,3 milljónum miðað við sama tímabil 2013.

„Niðurfærslan á þróunarkostnaði, sem nemur alls 24 milljónum Bandaríkjadala án skattaáhrifa, er langstærsti þátturinn í því að félagið skilar tapi á tímabilinu upp á 22,8 milljón Bandaríkjadala," segir í afkomutilkynningu CCP.

„Stöðugar tekjur og framlegð félagsins á milli ára sýna að kjarnastarfsemi okkar, útgáfa og þróun á tölvuleiknum EVE Online, er áfram sterk. Í apríl tókum við þá erfiðu ákvörðun að hætta þróun á tölvuleiknum World of Darkness og einbeita okkur að því markmiði að þróa leiki fyrir einn og sama leikjaheiminn; EVE leikjaveröldina," segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í tilkynningunni.

Sem hluti af áætlunum okkar að sameina og einfalda starfsemi okkar á lykilstarfsstöðvum fyrirtækisins, munum við á næstunni kveðja tvo af stjórnendum fyrirtækisins. Joe Gallo og David Reid unnu frábært starf fyrir CCP og ég óska þeim all hins besta á nýjum vettvangi,” segir Hilmar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×