CCP opnar skrifstofu Ý London

 
Vi­skipti innlent
07:00 26. FEBR┌AR 2016
Hilmar Veigar PÚtursson, framkvŠmdastjˇri CCP, mun flytja til London.
Hilmar Veigar PÚtursson, framkvŠmdastjˇri CCP, mun flytja til London. V═SIR/ANTON

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun opna skrifstofu í London næsta sumar. „Þetta er fyrst og fremst hugsað sem markaðsskrifstofa. Svo ætlum við að hafa lítið þróunarteymi þarna. Við erum þróunarfyrirtæki og viljum því að allar okkar skrifstofur séu með það DNA líka,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP.

„Við sjáum fyrir okkur tíu manns í London á þessu ári, en ef þetta skilar árangri og sannar sig þá bætum við við okkur starfsmönnum.“

Hilmar Veigar segir að fyrirtækið sé búið að vera með starfsfólk með aðsetur í London í lengri tíma en ákveðið hafi verið að þjappa starfseminni saman formlega á skrifstofu. Hilmar Veigar mun flytja til London og stýra fyrirtækinu þaðan. „Þetta er orðið raunástand fyrirtækisins, við erum með starfsemi úti um allan heim og að stýra því frá Íslandi er eins og það er. Við erum í raun og veru að færa okkur nær hjarta fyrirtækisins,“ segir Hilmar Veigar.

Í framhaldinu verður ráðið í stöðu framkvæmdastjóra á Íslandi. „Hann eða hún kemur til með að stýra framkvæmdum á Íslandi, það er eitthvað sem ég hef gert í orði en hef ekki verið að sinna að raun. Ég er fyrst og fremst framkvæmdastjóri í alþjóðlegu fyrirtæki og er hér. Oft hefur uppbyggingin á Íslandi því ekki verið eins markviss og hún gæti verið ef einstaklingur hér hefði þá ábyrgð að fullu. Ég sé fyrir mér að þetta muni bara efla starfsemina á Íslandi,“ segir Hilmar Veigar.

Eins og Vísir greindi frá í gær, skilaði CCP methagnaði árið 2015. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er því að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. Nýjasti leikur fyrir­tækisins, sem kom út í nóvember, sýndarveruleikaleikurinn Gunjack, er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma. EVE Valkyrie, nýjasta úr smiðju CCP, kemur svo út í lok mars ásamt Oculus Rift.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Vi­skipti / Vi­skipti innlent / CCP opnar skrifstofu Ý London
Fara efst