CCP gerir Gunjack 2 sérstaklega fyrir Google

 
Leikjavísir
20:45 04. OKTÓBER 2016
CCP gerir Gunjack 2 sérstaklega fyrir Google

Íslenska leikjafyrirtækið CCP gerir nú leikinn Gunjack 2: End of shift og er hann sérstaklega þróaður fyrir Daydream sýndarveruleikakerfi Google. Kerfið var kynnt nú í dag auk fjölda nýunga.

Hilmar Vegar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir starfsmenn fyrirtækisins spennta fyrir útgáfu Daydream og hvað kerfið þýðir fyrir sýndarveruleika.

„Samstarf okkar við Google og þróun Gunjack 2 fyrir sýndarveruleikakerfi þeirra hefur verið frábær upplifun. Við hófum nýjan kafla CCP í fyrra með útgáfu fyrsta sýndarveruleikaleiks okkar og komandi útgáfa framhaldsleiksins fyrir Daydream kerfið er til marks um skuldbindingu okkar varðandi sýndarveruleika fyrir tölvuleiki og skemmtun,“ segir Hilmar í tilkynningu frá CCP.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Leikjav.

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Leikjavísir / CCP gerir Gunjack 2 sérstaklega fyrir Google
Fara efst