Bíó og sjónvarp

CBS þróar Candy Crush-þátt sem er ekki ósvipaður QuizUp-þættinum sem NBC hætti við

Birgir Olgeirsson skrifar
Í tilkynningu frá CBS kemur fram að í september síðastliðnum hafi tölvuleikirnir Candy Crush Saga og Candy Crush Soda Saga dregið að spilun sem nemur átján milljörðum skipta
Í tilkynningu frá CBS kemur fram að í september síðastliðnum hafi tölvuleikirnir Candy Crush Saga og Candy Crush Soda Saga dregið að spilun sem nemur átján milljörðum skipta Vísir/Getty
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS gert samning við framleiðslufyrirtækið Lionsgate TV um framleiðslu á sjónvarpsþáttum sem byggðir eru á hinum ógnarvinsæla tölvuleik Candy Crush.

Í frétt Variety er sagt frá því að hver þáttur verði klukkustundar langur þar sem tvö tveggja manna lið keppast um að vera á undan að leysa risastór Candy Crush-borð. Áætlað er að áhorfendur heima í stofu geti tekið þátt í gegnum síma.

Þetta kann að hljóma kunnuglega í eyrum Íslendinga því NBC hafði verið með sjónvarpsþátt í þróun sem átti að byggjast á íslenska tölvuleiknum QuizUp frá Plain Vanilla. Þar áttu áhorfendur heima í stofu einmitt líka að fá að spreyta sig gegn keppendum í sjónvarpssal. Í lok ágúst síðastliðnum ákvað NBC að hætta þróun QuizUp-sjónvarpsþáttarins og var öllu starfsfólki Plain Vanilla sagt upp í kjölfarið.

Í tilkynningu frá CBS kemur fram að í september síðastliðnum hafi tölvuleikirnir Candy Crush Saga og Candy Crush Soda Saga dregið að spilun sem nemur átján milljörðum skipta.


Tengdar fréttir

Öllum starfsmönnum Plain Vanilla sagt upp

Loka skrifstofu sinni hér á landi og öllum 36 starfsmönnum sagt upp störfum. Þetta gerist í kjölfar ákvörðunar NBC að framleiða ekki sjónvarpsþátt byggðan á spurningaleiknum QuizUp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×