Enski boltinn

Cazorla með sködduð liðbönd í hné

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Santi Cazorla bætist í hóp meiddra leikmanna hjá Arsenal.
Santi Cazorla bætist í hóp meiddra leikmanna hjá Arsenal. Vísir/Getty
Arsenal fékk í dag staðfest að Spánverjinn Santi Cazorla er með sködduð liðbönd í hné eftir leik liðsins gegn Norwich á sunnudag.

Cazorla lenti í samstuði við Gary O'Neil og er ljóst að hann mun missa af leik liðsins gegn Sunderland um helgina sem og Meistaradeildarleiknum gegn Olympiakos í næstu viku.

Sjá einnig: Arsenal tapaði dýrmætum stigum á Carrow Road

Arsenal þarf að leggja Grikkina að velli til að eiga möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Enn er óvíst hversu lengi Cazorla verður frá en hann gæti auðveldlega misst af fleiri leikjum en þessum tveimur. Cazorla kláraði leikinn gegn Norwich þrátt fyrir meiðslin þar sem að Arsene Wenger var búinn að nota allar sínar skiptingar í leiknum.

Laurent Koscielny og Alexis Sanchez fóru báðir meiddir af velli í umræddum leik en líklegt er að sá síðarnefndi verði frá næstu 3-4 vikurnar. Meiðsli Koscielny voru þó ekki jafn alvarleg og útlitið var og gæti hann náð leiknum gegn Sunderland um helgina.

Sjá einnig: Meiðslin hrannast upp hjá Arsenal

Arsenal hefur misst marga menn í erfið meiðsli á tímabilinu, svo sem Francis Coquelin, Mikel Arteta, Theo Walcott, Jack Wilshere, Kieran Gibbs, Tomas Rosicky og Danny Welbeck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×