Fótbolti

Cavani dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að slá Jara

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Edinson Cavani fær hér fyrra gula spjald leiksins.
Edinson Cavani fær hér fyrra gula spjald leiksins. Vísir/getty
Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani var í dag dæmdur í 2 leikja bann fyrir að slá Gonzalo Jara í andlitið eftir að síleski varnarmaðurinn tróð fingri sínum í afturenda Cavani í 8-liða úrslitum Suður-Ameríska bikarsins.

Knattspyrnusamband Suður-Ameríku staðfesti þetta í dag en Cavani fékk rautt spjald á 63. mínútu í 1-0 sigri Síle eftir að Jara hafði troðið fingri sínum í afturenda hans en hann hætti ekki þar. Talaði hann einnig illa um föður Cavani á meðan leiknum stóð en hann lenti stuttlega fyrir mót í umferðaslysi þar sem 19 ára drengur lést.

Leiddi það til þess að Cavani sló Jara í andlitið sem lét sig falla með látum og gaf dómari leiksins Cavani gult spjald en hann hafði áður fengið gult spjald í leiknum og var hann því rekinn af velli.

Gerir það að verkum að lið Úrúgvæ verður án beggja framherja sinna er undankeppni Heimsmeistaramótsins hefst en ásamt Cavani tekur Luis Suárez út bann í upphafi undankeppninnar fyrir að bíta Giorgio Chiellini á Heimsmeistaramótinu 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×