Lífið

Cate Blanchett sparaði ekki stóru orðin um Donald Trump í spjallþætti Jimmy Fallon

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ástralska leikkonan Cate Blanchett var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show, í vikunni. Hún sparaði ekki stóru orðin um nýjan forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, og sagði það fáránlegt að hann hefði komist til valda.

Þegar viðtalið var nýhafið tók Blanchett út úr sér tyggjó, setti það á borðið fyrir framan og byrjaði að móta typpi úr því.

„Reðurtáknið virðist vera viðeigandi fyrir þetta land núna: með pínulítil eistu,“ sagði Blanchett þar sem hún lék sér með tyggjóið.

Fallon tók Blanchett síðan í dagskrárliðinn „Tilfinningaríkt viðtal“ og það var í því sem leikkonan átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum í garð nýs Bandaríkjaforseta. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×