Innlent

Catalina fórnarlamb rafbyssuárásarinnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Ráðist var á Catalinu Mikue Ncogo, eiganda tískuhússins Miss Miss, á heimili hennar í Hafnarfirði í síðasta mánuði, hún beitt ofbeldi í nokkrar klukkustundir og skartgripum í hennar eigu rænt.
Ráðist var á Catalinu Mikue Ncogo, eiganda tískuhússins Miss Miss, á heimili hennar í Hafnarfirði í síðasta mánuði, hún beitt ofbeldi í nokkrar klukkustundir og skartgripum í hennar eigu rænt. Vísir/Valli

Ráðist var á Catalinu Mikue Ncogo, eiganda tískuhússins Miss Miss, á heimili hennar í Hafnarfirði í síðasta mánuði, hún beitt ofbeldi í nokkrar klukkustundir og skartgripum í hennar eigu rænt. Greint var frá skartgriparáninu í dag en um er að ræða mál sem fjallað hefur verið um áður á Vísi og hefur leitt til handtöku nokkurra manna.



Umfjöllun um árásina hefur vakið athygli en lýsingarnar sem Catalina gaf við skýrslutöku hjá lögreglu er nokkuð óhugnanleg. Segir hún sex menn, fjóra þeirra grímuklædda, hafa ráðist inn á heimili hennar, bundið hana niður og beitt hana ofbeldi í um sex klukkustundir, meðal annars með rafbyssu. Þeir hafi svo haft á brott með sér skartgripina.



Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa nokkrir menn verið handteknir og látnir sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. Málið er talið tengjast fimm milljóna króna skuld vegna fíkniefna sem flutt voru hingað til lands í fyrra og lögregla lagði hald á á heimili Catalinu.

Catalina segir að mennirnir sex hafi beitt hana ofbeldi í marga klukkutíma og haft á brott með sér skartgripi í eigu hennar.Vísir/Getty

Vísir hefur farið yfir atburðarás málsins eins og hún er rakin í greinargerð lögreglunnar, en Catalina sagðist við skýrslutöku hafa borið kennsl á tvo þeirra manna sem réðust á hana. Annar þeirra er erlendur ríkisborgari sem handtekinn var vegna málsins þann 25. febrúar síðastliðinn. 



Þegar sá maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir rúmri viku kom fram að ekki hefði enn tekist að hafa uppi á hinum manninum sem Catalina segist hafa borið kennsl á. Sá er talinn í felum af ótta við hinn erlenda.



DV fjallaði um málið í dag og tók viðtal við Catalinu þar sem hún segist enn hrædd og í áfalli vegna árásarinnar. Segist DV hafa heimildir fyrir því að erlenda ríkisborgaranum hafi verið sleppt úr haldi og hann farinn úr landi.



Catalina Ncogo varð þjóðþekkt er hún hlaut dóm fyrir rekstur sinn á vændishúsi við Hverfisgötu og var þá stundum nefnd Miðbaugsmaddaman í fjölmiðlum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×