Íslenski boltinn

Castillion opnaði markareikninginn sinn hjá Víkingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geoffrey Castillion er hér í miðjunni.
Geoffrey Castillion er hér í miðjunni. Vísir/Anton
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víkinga í kvöld þegar liðið vann 3-2 sigur á Gróttu í Lengjubikar karla í fótbolta.

Víkingsliðið komst í 3-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum.

Geoffrey Castillion skoraði annað mark Víkinga á 60. mínútu og fimm mínútum síðar kom Vladimir Tufegdzic Víkingum í 3-0.

Jökull Þorri Sverrisson skoraði fyrsta mark Víkinga strax á sjöttu mínútu leiksins.

Pétur Steinn Þorsteinsson minnkaði muninn í 3-1 á 70.mínútu og Aleksandar Alexander Kostic skoraði annað mark Gróttu á annarri mínútu í uppbótartíma.

Þetta var annar sigur Víkinga í fyrsta riðli A-deildar Lengjubikarsins en Víkingsliðið er í fjórða sæti riðilsins með 6 stig á eftir Keflavík (7), KA (6) og FH (6) sem eru öll með betri markatölu og eiga líka leik til góða.

Grótta hefur tapað þrisvar og aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu fjórum leikjunum sínum.


Tengdar fréttir

Milos: Hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint

Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×