Castillion opnađi markareikninginn sinn hjá Víkingum

 
Íslenski boltinn
22:46 17. MARS 2017
Geoffrey Castillion er hér í miđjunni.
Geoffrey Castillion er hér í miđjunni. VÍSIR/ANTON

Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víkinga í kvöld þegar liðið vann 3-2 sigur á Gróttu í Lengjubikar karla í fótbolta.

Víkingsliðið komst í 3-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á síðustu tuttugu mínútunum.

Geoffrey Castillion skoraði annað mark Víkinga á 60. mínútu og fimm mínútum síðar kom Vladimir Tufegdzic Víkingum í 3-0.

Jökull Þorri Sverrisson skoraði fyrsta mark Víkinga strax á sjöttu mínútu leiksins.

Pétur Steinn Þorsteinsson minnkaði muninn í 3-1 á 70.mínútu og Aleksandar Alexander Kostic skoraði annað mark Gróttu á annarri mínútu í uppbótartíma.

Þetta var annar sigur Víkinga í fyrsta riðli A-deildar Lengjubikarsins en Víkingsliðið er í fjórða sæti riðilsins með 6 stig á eftir Keflavík (7), KA (6) og FH (6) sem eru öll með betri markatölu og eiga líka leik til góða.

Grótta hefur tapað þrisvar og aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu fjórum leikjunum sínum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Castillion opnađi markareikninginn sinn hjá Víkingum
Fara efst