Enski boltinn

Carver sagði Taylor og Gutiérrez upp störfum í sama símtalinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Carver sagði Ryan Taylor og Gutiérrez upp í sama símtalinu.
John Carver sagði Ryan Taylor og Gutiérrez upp í sama símtalinu. vísir/getty
Ryan Taylor og Argentínumaðurinn Jonás Gutiérrez verða ekki áfram í herbúðum Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, en samningar við þá voru ekki framlengdir.

Gutiérrez, sem bar sigur úr býtum í baráttunni við krabbamein á meðan dvöl hans stóð hjá Newcastle, kvaddi með marki í lokaleik liðsins sem tryggði veru liðsins í úrvalsdeildinni.

Þeir félagarnir voru á Norður-Írlandi fyrr á leiktíðinni á þjálfaranámskeiði þegar John Carver, knattspyrnustjóri Newcastle, hringdi í Taylor.

„Hann sagði mér að félagið ætlaði ekki að semja við mig aftur. Ég spjallaði aðeins við hann því við erum góðir vinir,“ segir Taylor í viðtali við Sky Sports.

„Eftir að við vorum búnir að spjalla bað hann mig um að rétta Jónasi símann sem var ótrúlegt svo hann gæti fengið sömu fréttir. Það var alveg ótrúlegt. Ég er samt ekkert fúll út í Carver því honum var skipað að gera þetta.“

„Ég talaði aðeins við Carver og hann virtist í uppnámi að þurfa segja tveimur góðum atvinnumönnum sem hafa verið lengi hjá félaginu að þeirra starfskrafta væri ekki lengur óskað,“ segir Ryan Taylor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×