Enski boltinn

Carvalhal: Eins og formúlubíll í London

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Carlos Carvalhal tók við liði Swansea um jólin
Carlos Carvalhal tók við liði Swansea um jólin vísir/getty
Swansea vann frækinn 1-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld en liðið situr á botni deildarinnar.

Knattspyrnustjórinn Carlos Carvalhal var að vonum ánægður með sigurinn en hann kom með mjög skemmtilega samlíkingu þegar hann útskýrði leikskipulag sitt fyrir leikinn.

„Ég sagði við strákana að hugsa um Liverpool eins og Formúlu 1 bíl,“ sagði Carvalhal við Sky Sports eftir leikinn.

„Formúlu 1 bíll á götum London í síðdegisumferðinni kemst ekki mjög hratt. Það var það sem við þurfutm að gera í kvöld, koma í veg fyrir að þeir spiluðu sinn bolta og neyða þá út fyrir þægindarammann.“

Alfie Mawson skoraði eina mark leiksins seint í fyrri hálfleik.

„Við vorum heppnir að komast yfir og gerðum ótrúlega vel í því að halda út leikinn,“ sagði Carlos Carvalhal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×