Enski boltinn

Carroll innsiglaði sigurinn gegn Liverpool | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Andy Carroll og Michail Antonio skoruðu sitt hvort markið í 2-0 sigri West Ham á Liverpool í fyrsta leik ársins í ensku úrvalsdeildinni í dag en með sigrinum lyfta Hamrarnir sér upp fyrir Liverpool í 5. sætið.

West Ham vann fyrsta leik sinn í rúmlega tvo mánuði á dögunum en Liverpool gat með sigri skotist upp fyrir erkifjendurna í Manchester United sem eiga leik gegn Swansea klukkan 15.00.

Antonio kom West Ham yfir á 10. mínútu leiksins með snyrtilegum skalla eftir sendingu Enner Valencia en leikmenn Liverpool voru ósáttir að Alberto Moreno hefði ekki fengið aukaspyrnu í aðdraganda marksins.

Liverpool var mun meira með boltann í leiknum en West Ham beitti ógnandi skyndisóknum og uppskáru Hamrarnir annað mark á tíundu mínútu seinni hálfleiks.

Kom þá aftur fyrirgjöf af hægri kantinum sem Andy Carroll skallaði í netið á fjærstönginni framhjá Simon Mignolet í marki Liverpool.

Liðin fengu færi til þess að bæta við mörkum í seinni hálfleik en án árangurs og lauk leiknum því með 2-0 sigri West Ham.

Carroll kemur West Ham 2-0 yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×