Erlent

Carrie Fisher verður ekki bætt inn í framtíðar Star Wars myndir

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Carrie Fisher var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Leia prinsessa í Star Wars myndunum.
Carrie Fisher var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Leia prinsessa í Star Wars myndunum. Vísir/Getty
Eftir andlát Carrie Fisher hefur sá orðrómur látið á sér kræla að henni verði bætt inn í framtíðar myndir með aðstoð tölvutækni. Nýlega var notast við þá tækni þegar leikaranum Peter Cushing, sem lést 1994, var bætt inn í nýjust Star Wars myndina, Rogue One og birtist hann í hlutverki sínu sem Grand Moff Tarkin. Lucasfilm, sem stendur að baki framleiðslu myndanna, tók það ný verið fram að slíkt hið sama yrði ekki gert í þessu tilviki.

Fisher lést í desember síðastliðinn aðeins sextug að aldri eftir að hafa fengið hjartastopp. Hún hafði þá náð að klára tökur í nýjust myndinni Star Wars Episode VIII sem á að koma út í lok þessa árs. Búist var við því að hún myndi einnig leika í Epoisode IX sem er enn verið að skrifa en ekki verður að því úr þessu. Nú er því augljóst að Episode VIII muni vera síðasta Star Wars mynd Fishers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×