Carragher: Liverpool er ekki nˇgu gott li­

 
Enski boltinn
07:30 29. FEBR┌AR 2016
Daniel Sturridge var ekki gˇ­ur Ý gŠr a­ mati Jamie Carragher.
Daniel Sturridge var ekki gˇ­ur Ý gŠr a­ mati Jamie Carragher. V═SIR/GETTY

Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool og núverandi sparkspekingur Sky Sports, var ósáttur eftir tapleik sinna manna í úrslitaleik deildabikarsins í gær.

Liverpool fékk gullið tækifæri til að vinna sinn fyrsta titil undir stjórn Jürgens Klopp en tapaði í vítaspyrnu keppni þar sem Willy Caballero, markvörður Manchester City, reyndist óvænt hetja City-liðsins.

Carragher var ósáttur við frammistöðu framherjans Daniels Sturridge en segir að liðið verði engu að síður að halda honum hjá félaginu.

„Sturridge spilaði ekki vel. Liverpool þarf samt að halda honum því það eru ekki margir gæða framherjar á lausu. Hann er einn af fáum í Liverpool-liðinu sem býr yfir alvöru tækni,“ sagði Carragher á Sky Sports eftir leikinn í gær.


Belgíski framherjinn Christian Benteke hefur ollið miklum vonbrigðum hjá Liverpool, en hann var keyptur fyrir fúlgur fjár síðasta sumar frá Aston Villa til að skora mörkin fyrir liðið.

„Liverpool getur ekki fengið menn eins og Karim Benzema. Benteke skoraði 30 milljónir punda en fær ekki einu sinni að spila,“ sagði Carragher. Benteke byrjaði á bekknum og kom ekkert við sögu.

Carragher sagði að mikið hefði verið undir í úrslitaleiknum þar sem tímabilið hefur verið dapurt hjá Liverpool. Þetta var tækifæri fyrir Klopp að vinna titil.

„Það eru bara of mörg vandamál í þessu liði. Það eru ekki nógu mikil gæði. Þetta er ekki nógu gott lið,“ sagði Jamie Carragher.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / Enski boltinn / Carragher: Liverpool er ekki nˇgu gott li­
Fara efst