Enski boltinn

Carragher: Ekkert lið mun vinna fernuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Terry og félagar geta enn unnið fjórar keppnir á tímabilinu.
John Terry og félagar geta enn unnið fjórar keppnir á tímabilinu. vísir/getty
Chelsea vann Derby í enska deildabikarnum fyrr í vikunni og er áfram með í öllum keppnum. Liðið er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni, komið í undanúrslit deildabikarsins, 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar og hefur leik í enska bikarnum eftir áramót.

Eftir sigurinn á Derby var hugmyndin um að vinna fernuna; deild, bikar, deildabikar og Meistaradeild, rædd við José Mourinho sem talaði þá drauma niður.

Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool og knattspyrnuspekingur Sky Sports, er á því að ekkert lið muni vinna fernuna.

„Ég held að Chelsea vinni hana ekki, það verður allavega mjög erfitt. Það var talað um að Chelsea færi ósigrað í gegnum deildina en svo tapaði það leik um daginn,“ segir Carragher í pistli sínum á vefsíðu Sky Sports.

„Fyrr en síðar mun Chelsea tapa leik í bikarkeppninni. Það gerist hjá öllum liðum. Chelsea er besta liðið á Englandi og annað af tveimur bestu liðum Evrópu, en ekkert lið á Englandi hefur unnið fernuna.“

„United vann þrennuna árið 1999, en ég er ekki viss um að nokkurt lið muni vinna fernuna. Það er mjög erfitt. Ég er viss um að José Mourinho yrði ánægður ef liðið myndi vinna bara tvo titla á þessari leiktíð,“ segir Jamie Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×