FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER NÝJAST 15:28

Segja upp leigusamningi Hringrásar

FRÉTTIR

Carragher: Dele Alli kominn fram úr Barkley og á ađ byrja hjá enska landsliđinu

 
Enski boltinn
12:00 04. JANÚAR 2016

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sparkspekingur Sky Sports, segir Dele Alli, leikmann Tottenham, kominn fram úr Ross Barkley, vonarstjörnu Everton, og Alli eigi að vera í byrjunarliði enska landsliðsins héðan af.

Alli, sem er 19 ára, hefur verið magnaður í liði Tottenham á leiktíðinni en hann skoraði jöfnunarmark gegn Everton í leik liðanna í gær.

Alli tók færið sitt frábærlega, en hann tók boltann niður á vítateigslínunni eftir langa sendingu og sendi boltann í netið framhjá Tim Howard.

Markið hjá Alli má sjá í spilaranum að ofan.


Ross Barkley fagnar marki í landsleik međ Englandi.
Ross Barkley fagnar marki í landsleik međ Englandi. VÍSIR/GETTY

Alli spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Frakklandi á dögunum og skoraði þar mark. Carragher telur að hann eigi að vera fastamaður í landsliðinu og telur í raun að hann sé nú þegar orðinn það.

„Roy Hodgson og Gary Neville spila með þrjá inn á miðjunni og sá eini sem hefur spilað reglulega er Ross Barkley. Dele Alli er kominn fram úr Barkley í dag,“ sagði Carragher eftir leikinn í gær.

„Ég er mikill aðdáandi Barkley en hann og Alli gætu verið þeir tveir sem berjast um stöðu sóknarsinnaða miðjumannsins.“

„Það er erfitt að taka stöðuna af Alli miðað við hvernig hann stóð sig gegn Frakklandi og hvernig hann er að spila núna fyrir Tottenham,“ sagði Jamie Carragher.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Carragher: Dele Alli kominn fram úr Barkley og á ađ byrja hjá enska landsliđinu
Fara efst