Enski boltinn

Carragher: City myndi velja Di María - Agüero betri en Van Persie

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ángel di María hefur byrjað vel hjá United.
Ángel di María hefur byrjað vel hjá United. vísir/getty
Manchester City tekur á móti Manchester United í borgarslag í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Englandsmeistararnir í harðri toppbaráttu við Chelsea á meðan United berst fyrir Meistaradeildarsæti.

Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool og sérfræðingur Sky Sports um úrvalsdeildina, svarar nokkrum spurningum á vef Sky Sports um leikinn þar sem hann er meðal annars spurður hvaða leikmann City myndi vilja úr liði United.

Ángel Di María er augljósi kosturinn. Hann hefur farið á kostum og virðist geta búið eitthvað til í hvert einasta skipti sem hann fær boltann. Vandræði City-manna eru þó varnarleikurinn en United er ekkert að drukkna í góðum varnarmönnum,“ segir Carragher.

„Það er því erfitt að halda því fram að City myndi vilja Chris Smalling eða MarcosRojo eins og staðan er núna. Ef Di María yrði ekki fyrir valinu myndi ég benda á LukeShaw. Hvorki Gael ClichyAleksandar Kolarov eru bestu vinstri bakverðir heims. Aftur á móti held ég að Luke Shaw verði sá besti í þeirri stöðu í úrvalsdeildinni eftir nokkur ár.“

Carragher var einnig spurður hvort hann myndi vilja hafa SergioAgüero eða Robin van Persie í sínu liði, en heitar umræður hafa verið uppi á Englandi síðustu daga um hvor er betri.

„Klárlega Agüero. Hann er með flest mörk á mínútu í úrvalsdeildinni og er nú þegar búinn að skora átta mörk í níu leikjum. Ég veit að hann missir af leik og leik vegna meiðsla, en Robin van Persie hefur heldur aldrei haldist heill. Nú þegar LuisSuárez er farinn þá er Agüero besti framherji deildarinnar,“ segir Jamie Carragher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×