Erlent

Carly Fiorina hættir við framboðið

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Carly Fiorina.
Carly Fiorina. Vísir/AFP
Carly Fiorina hefur hætt við framboð sitt sem forsetaefni Repúblíkana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári.

Hún hlaut einungis 4,1 prósent atkvæða í forkosningunni sem fór fram í New Hampshire í gær.

Í tilkynningu sem hún sendi frá sér í gær kemur fram að hún mun þó halda áfram að ferðast um landið og berjast gegn óréttlæti í Bandaríkjunum.

Fiorina náði skammvinnu flugi í fyrra þegar hún þótti skara fram úr í kappræðum Repúblíkana en síðan þá hefur frægðarljómi hennar dalað.

Þá er gert ráð fyrir að framboð Chris Christie muni einnig leggja upp laupana á næstunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×