Formúla 1

Carlos Sainz keppir fyrir Toro Rosso

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Carlos Sainz græjar sig í gallann.
Carlos Sainz græjar sig í gallann. Vísir/Getty
Carlos Sainz fær sæti Jean-Eric Vergne hjá Toro Rosso á næsta tímabili. Hann verður þá liðsfélagi Max Verstappen. Tveir nýliðar verða því hjá Toro Rosso á næsta tímabili.

Upprunalega átti Verstappen að aka með Daniil Kvyat hjá Toro Rosso. En þegar Sebastian Vettel ákvað að yfirgefa Red Bull fyrir Ferrari, fékk Kvyat kallið um að koma til móðurliðsins. Þá leit út fyrir að Jean-Eric Vergne yrði áfram hjá liðinu. Vergne hefur hins vegar ekki orðið ágegnt í að tryggja sæti sitt hjá liðinu. Áhugi hans á að aka fyrir Red Bull samsteypuna gæti hafa horfið þegar hann fékk ekki tækifærið sem Kvyat fékk.

Sainz er ríkjandi meistari í Formúlu Renault 3,5 og finnst hann reiðubúinn að taka þetta stóra skref. Hann fékk tækifæri á æfingu í Abú Dabí í vikunni og starfið í kjölfar þess.

„Ég er mjög ánægður að hafa fengið sæti hjá Toro Rosso. Alveg frá því ég varð hluti af hópi ungra upprennandi ökumanna hjá Red Bull, hefur þetta verið markmiðið og ég vil þakka Red Bull traustið. Ég átti gott tímabil í heimsmeistaramótaröðinni hjá Renault í ár og nú hlakka ég til að taka skrefið upp í Formúlu 1,“ sagði Sainz.


Tengdar fréttir

Max Verstappen sá yngsti frá upphafi

Max Verstappen mun taka þátt í æfingu á föstudaginn fyrir japanska kappaksturinn. Hann verður þar með yngsti ökumaður sem hefur tekið þátt í keppnishelgi. En hann verður 17 ára í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×