Enski boltinn

Cardiff skaust upp fyrir Aston Villa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í leik með Villa, en hann hefur verið að spila vel síðari hluta tímabilsins.
Birkir í leik með Villa, en hann hefur verið að spila vel síðari hluta tímabilsins. vísir/getty
Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Aston Villa sem tapaði 2-0 gegn Fulham á útivelli, en Villa er að berjast á toppi deildarinnar.

Ryan Sessegnon kom Fulham yfir skömmu eftir hlé og Floyd Ayite tvöfaldaði forystuna áður en yfir lauk. Lokatölur 2-0.

Birkir spilaði allan leikinn fyrir Villa, en nú var hann framar á vellinum. Hann spilaði í stöðu framliggjandi miðjumanns, en hefur undanfarið verið að spila sem aftastur á miðjunni.

Villa er eftir leiki dagsins í þriðja sætinu, tveimur stigum á eftir Cardiff sem vann 1-0 sigur á Middlesbrough. Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×