Fótbolti

Cantona vill taka við Englandi og lofar tapa aldrei fyrir lítilli frosinni Eyju

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eric Cantona.
Eric Cantona. mynd/skjáskot
„Óvænt slegnir úr keppni á EM og því fylgdi uppsögn þjálfarans. Sagan hefur endurtekið sig í Englandi á síðustu dögum,“ segir Eric Cantona í nýju myndbandi fyrir Eurosport þar sem hann kallar sig hinn sjálfskipaða yfirmann fótboltans.

„Skömm, niðurlæging og versti dagur sögunnar. Stór orð. Enska knattspyrnusambandið er í leit að nýjum þjálfara og þeir segjast vera að leita besta manninum í starfið og ekkert endilega bara besta Englendingnum,“ bætir hann við.

Cantona segist heyra kallið og býður sig fram í starfið sem sjálfskipaður yfirmaður fótboltans. Hann lofar nokkrum hlutum sem nýr þjálfari Englands.

„Ég, Eric Cantona, lofa að tapa aldrei gegn lítilli frosinni eyju þar sem markvörðurinn er leikstjóri og þjálfarinn er tannlæknir,“ segir hann og biður svo til fótboltaguðanna um að enda bölvun ensku markvarðanna á stórmótum.

Þetta skemmtilega innslag Cantona má sjá í spilaranum hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Hittir beint í hjartastað

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson missti af fæðingu sonar síns þegar íslenska landsliðið var á leið á EM.

Þýskaland í undanúrslit eftir nítján víti

Þýskaland er komið í í undanúrslit á EM í Frakklandi eftir sigur á Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Þeir mæta annað hvort Íslandi eða Frakklandi í undanúrslitunum.

Frábær blanda hjá frábæru liði

Heimamenn í franska landsliðinu taka á móti strákunum okkar á Stade de France á sunnudaginn en margir spá Frökkum Evrópumeistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×