Lífið

Cannes í beinni útsendingu: Vinna Hrútar til verðlauna?

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson og Theódór Júlíusson að stilla sér upp fyrir ljósmyndara áður en þeir héldu á rauða dregilinn.
Sigurður Sigurjónsson, Grímur Hákonarson og Theódór Júlíusson að stilla sér upp fyrir ljósmyndara áður en þeir héldu á rauða dregilinn. vísir/brynjar snær
Úrslitin á kvikmyndahátíðinni í Cannes verða kunngjörð í kvöld og kemur þá í ljós hvort íslenska kvikmyndin Hrútar muni vinna til verðlauna í Un Certain Regard hluta keppninnar. Grímur Hákonarsonar er leikstjóri myndarinnar. Kvikmyndin íslenska etur kappi við átján aðrar kvikmyndir.

Hrútar fengu mjög góðar viðtökur þegar myndin var frumsýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni fyrir um viku og risu áhorfendur meðal annars úr sætum og klöppuðu fyrir aðstandendum hennar í einar tíu mínútur að sýningu lokinni.

Beina útsendingu frá hátíðinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Sögulegir Hrútar í Cannes

Kvikmyndahatíðin í Cannes er haldin 13 – 24 maí þetta árið og er þetta 68 skiptið sem þessi virta hátíð er haldin. Íslendingar settu mark sitt á hátíðina í ár en í fyrsta sinn í 22 ár var íslensk mynd í aðalprógrammi hátíðarinnar, myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson.

Kindurnar með hreinum ólíkindum

Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, umturnaði Bárðardal á meðan á tökum stóð en bændur og kvikmyndagerðarmenn lögðust á eitt til að gera myndina að veruleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×