Erlent

Campbell, Ōmura og Tu hljóta Nóbelsverðlaun í læknisfræði

Atli Ísleifsson skrifar
Frá fréttamannafundi sænsku Nóbelsnefndarinnar í morgun.
Frá fréttamannafundi sænsku Nóbelsnefndarinnar í morgun. Vísir/AFP
Írinn William C. Campbell og Japaninn Satoshi Ōmura annars vegar og Kínverjinn Youyou Tu hins vegar deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði þetta árið.

Sænska Nóbelsnefndin greindi frá þessu í morgun. Vísindamennirnir hljóta verðlaunin fyrir þróun sína á lyfjum og meðferðum gegn sníkjudýrasjúkdómum.

Campbell og Ōmura fá verðlaunin fyrir þróun sína á nýrri meðferð gegn útbreiðslu flóðblindu (e. river blindness) og fílaveiki (e. Lymphatic Filariasis) og þróun lyfsins Avermectin.

Youyou Tu hlýtur verðlaunin fyrir þróun sína á nýrri meðferð gegn malaríusmiti. Tu er tólfta konan til að hljóta Nóbelsverðlaun í læknisfræði eða eðlisfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×